15.04.1930
Neðri deild: 83. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

1. mál, fjárlög 1931

Jóhann Jósefsson:

Mig furðar á því flaustri, sem haft er í frammi við afgreiðslu fjárl., og get ekki skilið það kapp, sem hæstv. stj. og sumir hv. þm. leggja á það að ljúka þingi þegar það er víst, að þótt fjárl. yrðu afgr. með venjulegum hætti, myndi það ekki lengja þingið meira en um einn eða tvo daga.