01.04.1930
Neðri deild: 68. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2184 í B-deild Alþingistíðinda. (2922)

133. mál, fiskveiðasjóðsgjald

Fors- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Eins og tekið hefir verið fram, þá fylgjast þessi tvö síðustu mál að. Nú hefir náðzt samkomulag um þessi frv. í n. og hv. deild hefir samþ. frv. um Fiskveiðasjóð. Ég verð að láta í ljós ánægju mína yfir því, að þetta samkomulag hefir náðzt.

Eins og hv. frsm. sagði, þá er það í samræmi við breyt. þá, sem gerð var á því frv., er samþ. var hér áðan, að aðeins önnur deildin er látin taka til starfa, að gjaldið samkv. þessu frv. er lækkað um heiming, úr ¼% niður í 1/8%. Það verður því minna verkefni og líka minna fé. En þó þetta sé nú svo, þá þótti mér samt vænt um, að enn er gert ráð fyrir, að sjóðurinn nái sömu upphæð og stóð í frv., 8 millj. kr. alls. Vona ég, að ekki verði úr því dregið. Till. n. nær því sama marki, aðeins tekur það lengri tíma.