05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2249 í B-deild Alþingistíðinda. (2979)

369. mál, héraðsskóli

Hannes Jónsson:

Ég vil einungis þakka hv. menntmn. fyrir skjóta og góða afgreiðslu og ég vænti fastlega, að hv. deild taki frv. jafnvel. Eins og hv. frsm. benti á, er staðurinn mjög vel valinn. Ég hafði líka bent á það við 1. umr., hve mikill áhugi er í báðum þeim sýslum, sem að skólanum standa. Nú þegar hefir verið lagt fram allmikið fé til byggingar, og samkomulagið milli þessara tveggja héraða er hið bezta. Annað þeirra hefir áður átt unglingaskóla og alltaf átt sér það mark að endurreisa hann. Og nú er fengið samkomulag um þennan skóla á öðrum stað, þar sem allir mega vel við una.