05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2251 í B-deild Alþingistíðinda. (2982)

369. mál, héraðsskóli

Magnús Guðmundsson:

Ég ætla ekki að móðga hv. þm. V.-Húnv. með því að mótmæla þessu máli. En af því að hann fór að tala um hafnirnar — sem hann annars blandar inn í hvert mál —, þá verð ég að segja honum, að ég er hræddur um, að hann fari að verða grunaður um það að vera með þeim málum einum, sem snerta hans kjördæmi, en ekki öðrum. Það er rétt eins og komið sé við hjartað í honum, þegar eitthvað á að gera fyrir önnur héruð. (MJ: Svona eru allir sparnaðarmenn). Þó að mér detti ekki í hug að greiða atkv. á móti þessu máli, þá er það ekki af því, að hv. þm. eigi það skilið eftir framkomu sína hér á Alþingi, heldur geri ég það vegna málsins sjálfs. Honum færi betur að þegja heldur en berjast gegn, nauðsynjamálum eins og t. d. hafnarbótum og rafveitufyrirtækjum á þann hátt, sem hann er vanur.