27.03.1930
Neðri deild: 64. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2315 í B-deild Alþingistíðinda. (3098)

54. mál, lögskráning sjómanna

Ólafur Thors:

Út af þeirri ósk hv. frsm., að málið verði tekið fyrst á dagskrá á morgun, vil ég geta þess, að sjútvn. verður að gefast tóm til að athuga brtt. Ef eldhúsumr. hefjast nú og standa fram á rauðan morgun, þá er ekki líklegt, að n. geti haldið fund til að athuga málið. Þess vegna vil ég skjóta því til hæstv. forseta, að hann taki málið því aðeins á dagskrá á morgun, að nefndinni hafi unnizt tími til að athuga það.