15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2326 í B-deild Alþingistíðinda. (3120)

54. mál, lögskráning sjómanna

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég þarf ekki að hafa langa framsögu í þessu máli, því að eins og sést á þskj. 520, leggur n. til, að frv. verði samþ. óbreytt. Þetta frv. er eitt af þremur, sem öll fylgjast að, en hin eru frv. til sjómannalaga og frv. til siglingalaga. Þetta frv. er komið frá Nd., og leggur sjútvn. til, að það verði samþ. án breyt.