30.01.1930
Neðri deild: 9. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2341 í B-deild Alþingistíðinda. (3138)

32. mál, vegalög

Gunnar Sigurðsson:

Ég skal ekki gefa hv. þm. N.-Þ. ástæðu til að svara. Sakir hans á nefndina voru svo veigalitlar, að ég hirði ekki um að svara þeim. Helzt reyndi hann að snúa út úr því, sem ég sagði um undirnefndina, sem hann mun sjálfur vera formaður i. Ég stend við það, að sú nefnd skilaði ekki áliti sínu fyrr en í ótíma og var í rauninni ekkert álit, sem að nokkru liði kæmi fyrir samgmn. — Sé ég svo ekki frekar ástæðu til að deila við hv. þm., með því að hann virðist ánægður; ef við látum nægja að breyta dagsetning nál. frá í fyrra.