16.04.1930
Neðri deild: 84. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

1. mál, fjárlög 1931

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Fyrirspurn hv. þm. Ísaf. um núverandi bankaeftirlitsmann, Jakob Möller, mun ég afhenda hæstv. fjmrh. Hann er ennþá bundinn við umr. í Ed.

Hina spurninguna skoða ég borna fram í spaugi. Hér er oft um hrossakaup talað, enda eiga þau sér oft stað. En það, hvort Framsóknarflokkurinn er búinn að binda sig við að samþ. fjárl. óbreytt, sést bezt á því, að sjö af þm. hans hér í d. flytja nú brtt. við þau.