15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2391 í B-deild Alþingistíðinda. (3193)

32. mál, vegalög

Frsm. (Páll Hermannsson):

Í sambandi við það, sem hv. 5. landsk. sagði, vil ég upplýsa, að ég hefi ekki flutt brtt. um veginn að Óshöfn, heldur er hún inn komin í hv. Nd. Annars vakir það sama fyrir mér og hæstv. dómsmrh., að samþykkt á brtt. gæti haft það í för með sér, að frv. dagaði uppi. Því vil ég ekki fallast á brtt þær, sem fram hafa komið. — Ég vil leiðrétta þann misskilning, sem fram kom hjá hv. þm. (JKr), að vegurinn að Óshöfn væri óþarfur, vegna þess að sveitir þær, er hlut eiga að máli, hefðu annan veg, til Reyðarfjarðar. Það er ekki rétt skilið, að hér sé um neinn nýjan veg að ræða, heldur er þetta aðeins framlenging á veginum til Reyðarfjarðar.