31.01.1930
Efri deild: 10. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (3285)

23. mál, dýrtíðaruppbót

Fjmrh. (Einar Árnason):

Á þingi 1929 var samþ. till. þess efnis að greiða embættismönnum og starfsmönnum ríkisins 10% dýrtíðaruppbót á laun þeirra, þótt þeir ættu ekki að fá nema 34% samkv. útreikningi hagstofunnar. Nú í haust reyndist vísitalan að vera 54, í stað 51 í fyrra, svo að samkv. því ættu þeir að fá 36% uppbót á laun sín. Ég hefi gert ráð fyrir því, að Alþingi geti fallizt á, að rétt sé að greiða embættismönnum sömu verðstuðulsuppbót í ár eins og í fyrra, þar sem verðlag nauðsynja hefir ekki lækkað: Ég hefi ekki ástæðu til að ræða þetta mál frekar frá minni hálfu, en vil aðeins geta þess, að ég sé ekki þörf á því, að málið fari til n., heldur geti það gengið áfram án þess.