06.02.1930
Neðri deild: 16. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í D-deild Alþingistíðinda. (3303)

37. mál, björgunar- og eftirlitsskip við Vestmannaeyjar

Forseti (BSv):

Þessi þáltill. var þannig stíluð af hv. flm., að hún yrði rædd við eina umr. í Nd. En þó að till. feli það í sér, að hún varði fjárhagsmál, leit ég svo á, sem þessi meðferð gæti staðizt, þar sem í henni er skírskotað til eldra samnings. En ég hafði þá jafnframt í huga, að fresta mætti þessari umr. og láta málið ganga til nefndar. Ef n. kæmist svo að þeirri niðurstöðu að athuguðu máli, að till. hefði í sér fólgna nýja fjárveiting og yrði því að ganga í gegnum tvær umr. í hvorri þd., þá gæti hún borið fram brtt. í þá átt við frh. umræðunnar. Ég tel því rétt, að málinu verði á þessu stigi vísað til n. og umr. frestað.