05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í D-deild Alþingistíðinda. (3403)

154. mál, milliþinganefnd

Jóhann Jósefsson:

* Það eru aðeins fáein orð utan dagskrár. Ég verð að segja, að mér kemur framkoma hæstv. forseta undarlega fyrir sjónir. Það lítur helzt út fyrir, að kjarkur hans hafi bilað við það, sem hv. þm. Ísaf. vék að honum áðan. Það var rétt, að hv. 1. þm. Reykv. vék af fundi áðan í því trausti, að hann fengi að tala síðar fyrir till. sinni, og ég skildi hæstv. forseta áðan þannig, að þessu máli væri frestað til þess að mönnum gæfist kostur þess að ræða hina skriflegu brtt. En ef nú á að keyra málið af án þess að gefa hv. 1. þm. Reykv. kost á að reifa málið frá sínu sjónarmiði, þá virðist mér, sem eins hefði mátt halda áfram umr. um þetta mál áðan.