09.04.1930
Efri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í D-deild Alþingistíðinda. (3410)

154. mál, milliþinganefnd

Jón Baldvinsson:

Till. er að efni til svipuð þeim till., sem legið hafa fyrir á undanförnum þingum. Ég hygg, að margir séu mér sammála um það, að tími sé til kominn að fara að koma skipulagi á tryggingarmálin. En þar sem ég býst við, að nóg verði við þennan dag að gera, þar sem 2. umr. fjárl. fer fram í dag, þá mun ég ekki fara ítarlega út í málið nú. Ég hygg, að rétt sé að vísa því til fjhn. Svo var gert í hv. Nd. Till. var rædd þar tvisvar. Svo verður og hér gert. Er það venjan um slíkar till.