27.06.1930
Sameinað þing: 12. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í D-deild Alþingistíðinda. (3470)

589. mál, milliríkjasamningar

Jón Baldvinsson:

Samningar þeir, sem fyrir lítilli stundu voru undirritaðir hér af fulltrúum Norðurlandaþjóðanna, eru í rauninni ekki annað en það, að láta í ljós og festa á pappírnum þá hugsun, sem er ríkust með okkur Íslendingum, að útkljá á friðsamlegan hátt öll deilumál. Ég vil fyrir hönd míns flokks mæla með því, að þessi till., sem hér er til umr., verði samþ.