13.02.1930
Neðri deild: 23. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1147 í B-deild Alþingistíðinda. (358)

12. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það eina, sem ég hefi unnið til þessara ummæla hv. 1. þm. Skagf., var að lesa hér upp tvö skjöl. Annað þýtt af löggiltum skjalaþýðara, hitt af lögfræðingi. En þessi skjöl bera því órækt vitni, hvílík afglöp hv 1. þm. Skagf. varð á að fremja. Afglöp, sem ekki aðeins koma niður á honum sjálfum, heldur líka á þjóðinni, sem var svo ógæfusöm að eiga hann fyrir ráðh.