27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 289 í D-deild Alþingistíðinda. (3620)

156. mál, fullnaðarskil við Pál J. Torfason

Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins þakka hv. 1. þm. N.-M. það traust, sem hann sýndi fjvn. með því að gefa það í skyn, að hún væri snjallari en fjhn. að greiða úr þessu vandasama máli. Hinsvegar vil ég taka undir með hæstv. forseta (BSv), að fjvn. hefir engan tíma til að athuga þetta mál. Hún hefir nógu að sinna við að afgreiða fjárlögin. Þessu til sönnunar má geta þess, að á öndverðu. þingi var samþ. að vísa máli, svipaðs eðlis og það, sem hér liggur fyrir, til fjvn., en henni hefir ekki unnizt neinn tími til að sinna því. Slík ráðstöfun deildarinnar getur því orðið til þess að hefta framgang málsins á þessu þingi.