17.04.1930
Neðri deild: 85. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í D-deild Alþingistíðinda. (3705)

440. mál, styrkur samkvæmt jarðræktarlögunum

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það eru aðeins örfá orð til hv. flm., 1. þm. Skagf. — Mér kom það undarlega fyrir sjónir, að hann skyldi furða sig á því, að ég las upp bréf trúnaðarmanna Búnaðarfélags Íslands um þetta deiluefni. Mín var skyldan að fá slíka skýrslu og gera hv. þdm. hana kunna. Og það var skylda Sigurðar búnaðarmálastjóra og Pálma Einarssonar sem trúnaðarmanna Búnaðarfélagsins að gera svona glögga grg. fyrir þeirri breyt., sem gerð var á jarðabótastyrknum síðastl. ár. Ef þetta kemur óþægilega við hv. 1. þm. Skagf., þá á hann um það við Sigurð Sigurðsson búnaðarmálastjóra; það er þeirra grg., en ekki mín.

Hv. flm. getur beðið rólegur úrslita þessa máls, vegna þess að ég hefi ekki á neinn hátt reynt að hafa áhrif á flokksmenn mína, hvernig þeir greiða atkv. — Samkv. bréfinu er það Búnaðarfélag Íslands, sem hefir ráðið þessu. Og stj. og Búnaðarfélag hefir skilið það svo, að hér ætti að vera raunverulegt mat á, hvað er dagsverk. Fulltrúi íhaldsmanna í stj. Búnaðarfélags Íslands hefir allra harðast haldið því fram. Við höfum því farið eftir því, sem trúnaðarmenn okkar hafa lagt til. En ef kemur ný fyrirskipun um að hafa þetta eins og það var ákveðið með reglugerðinni frá 1924, þá förum við vitanlega eftir því.