03.02.1930
Neðri deild: 13. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í C-deild Alþingistíðinda. (391)

67. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka, hlutafjárauki o. fl

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Ég vildi aðeins segja það, að mér þykir leitt, ef hæstv. fjmrh. hefir skilið mig svo, að ég hafi lofað fyrir alla, að ekki yrði talað neitt í þessu máli. En hitt er satt, að ég sagði honum, að ég mundi ekki verða langorður. Og finnist honum ég hafa verið langorður, getur hann sakað mig um það, að hafa ekki gert það, sem ég lofaði. En mér fannst ég ekki vera langorður um þetta mál. Hitt skal ég gjarnan segja, að ég vil ekki ræða meira um þetta mál nú, nema nýtt tilefni gefist til.