03.03.1930
Neðri deild: 42. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (566)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Magnús Guðmundsson:

Svör hv. frsm. meiri hl. voru eins og ég átti von á. Hann gat ekki hrakið það, sem ég sagði um heimildina í gildandi lögum. Í lögum frá 1917 er stj. heimilað að veita leyfi til að setja upp lofskeytastöðvar. En úr því að hún getur leyft það, getur hún líka bannað það. Það hlýtur hv. frsm. að sjá. Og úr því að hún getur bannað það, getur hún líka sett skilyrði. Af þessu leiðir, að reglug. frá 1918 fer hvergi út yfir heimildarlögin frá 1917. Það er því langt frá, að ég hafi á nokkurn hátt snúið út úr áðan. Með tilliti til þessa leyfi ég mér að bera fram svohljóðandi rökstudda dagskrá:

„Með því að landsstjórnin hefir í gildandi löggjöf næga heimild til eftirlits með loftskeytum, þykir ekki þörf nýrrar lagasetningar um þetta, og tekur d. því fyrir næsta mál á dagskrá“.