14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2442 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Eggerz:

Ég stend upp til að skora á hæstv. forseta að átelja það, að andstöðuflokkur stj. er uppnefndur í þingdeildinni, í stað þess að nefna hann sínu rétta nafni. (MJ: Það mega þeir ekki fyrir Dönum!). Það væri leitt, ef sjálft Alþingi færi að byrja á uppnefningum; slíkt orðbragð er ósæmandi með öllu á Alþingi Íslendinga.