14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2444 í B-deild Alþingistíðinda. (653)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Eggerz:

Þótt engin bein fyrirmæli séu um þetta í þingsköpum, skilst mér, að það hljóti að vera óskrifuð lög, að nefna beri hvern flokk því heiti, sem hann hefir valið sér. Þess vegna er ósæmilegt að bregða frá því, og ég álít, að hæstv. forseti hafi fulla heimild til að vita það, þegar notuð eru uppnefni hér á þessari samkomu.