13.03.1930
Neðri deild: 52. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Ég vil, að við hv. þm. Ísaf. hættum þessu kvennatali hér í hv. d. En ég vil benda hv. þm. á það, að það er lítil hagsýni að ætla sér að tryggja Halldóri Kiljan Laxness fjárveitingu með því að brýna fyrir mönnum, að það sé alveg sama, hvort rithöfundar skrifi vel eða illa, ef þeir aðeins hafi boðskap að flytja. Það væri þó sök sér, að menn vildu styrkja Laxness sökum formsnilldar. En það er undarlegt af sjálfum flm. till., að vera að brýna menn til andstöðu með því að halda því blákált fram, að það sé einungis þessi brjálaði bolschevismi í ritum H. K. L., sem hann vili styðja.