14.03.1930
Efri deild: 51. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í C-deild Alþingistíðinda. (682)

92. mál, útflutningsgjald af síld

Erlingur Friðjónsson:

Hæstv. fjmrh. var ekki viðstaddur, þegar ég bar fram fyrirspurn mína um, hvað stj. mundi gera, ef frv. yrði vísað til hennar. Ég þykist vita, að hæstv. fjmrh. þurfi í raun og veru ekki að hugsa sig mjög lengi um, hvort hann geri ráð fyrir að taka þessu máli vinsamlega eða ekki. Fyrst einn af hans flokksmönnum hefir borið það traust til stj., að hún muni frekar ganga inn á þær skoðanir, sem ég hefi haldið fram í þessu máli, og í raun og veru eru hans líka, þá vonast ég eftir að fá að heyra undirtektir stj. áður en gengið er til atkv.