14.03.1930
Efri deild: 51. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í C-deild Alþingistíðinda. (683)

92. mál, útflutningsgjald af síld

Fjmrh. (Einar Árnason):

Út af fyrirspurn hv. þm. Ak. vil ég taka fram, að ef málinu verður vísað til stj., þá geri ég ráð fyrir, að það verði afhent mþn. í skatta- og tollamálum. (JBald: Á að grafa það tvisvar?). Ég sé ekki annað en að það sé rétt leið, þar sem nefndinni er ætlað að taka til athugunar og meðferðar öll tolla- og skattamál og koma samræmi á um þau. Að svo stöddu get ég ekki gefið hv. þm. Ak. fleiri upplýsingar um þetta.