26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

Þingvíti

forseti (BSv):

Þar sem ávæningur er um, að einhverjir hv. þm. hafi e. t. v. eitthvað við bókun síðasta fundar að athuga, vil ég lesa upp kafla úr henni:

„Klukkan 1.30 ákvað forseti fundarhlé til kl. 2.30, sökum þess hve margir þm. voru fjarstaddir.

Kl. 2.30, er halda skyldi fundinum áfram, var enn of fátt manna, og varð deildin ekki ályktunarfær fyrr en kl. 2.40. Bar þá forseti undir atkv., hvort halda skyldi áfram fundi. Var það fellt með 9:9 atkv. . . . .

Tíu þm. .... fjarstaddir, og þar sem þeir höfðu ekki fengið fjarvistarleyfi eða boðað forföll, aðrir en þm. Barð., þá lýsti forseti þingvitum á hendur þeim“.

Það upplýstist síðar, að átta þessara þm. hefðu haft „lögleg forföll“.