26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2460 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

Þingvíti

Jörundur Brynjólfsson:

Það er varla gustuk að angra hæstv. forseta meira, enda fer hann ekki lengur eftir venju um það að veita þingmönnum orðið eftir þeirri röð, sem þeir biðja um það. — Það er sjálfsagt rétt, að hæstv. forseti hafi ekki vitað um forföll okkar, er hann kvað upp úrskurð sinn. En úrskurður eins og þessi mátti vel bíða, þar til við hefðum sýnt okkur hér aftur og gert grein fyrir, hvað tafði okkur. Því að væntanlega hefir hæstv. forseti ekki búizt við því, að við værum hlaupnir burtu af þingi fyrir fullt Og allt. — En nú er þessi úrskurður kominn, og skoða ég það sem ný regla sé upp tekin, og er öðru nær en að ég hafi á móti því.