14.04.1930
Neðri deild: 80. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í C-deild Alþingistíðinda. (732)

359. mál, bryggjugerð í Borgarnesi

Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins, út af þeim ummælum hv. þm. Mýr., að hér sé um að ræða mótmæli frá „privat“-manninum Guðmundi Björnssyni, taka það fram, að það er alls ekki rétt, því að símskeytið er sent í samráði við allmarga sýslunefndarmenn úr báðum sýslum, en ástæðan til þess, að allir sýslunefndarmennirnir standa ekki að þessu skeyti, er sú ein, að það náðist ekki til þeirra allra í tæka tíð.

Það er óþarfi fyrir hv. þm. Mýr. að drótta því að sýslumanninum, að hann sé nokkuð að hlaupa hér fram fyrir skjöldu hvað þetta snertir.