25.01.1930
Efri deild: 5. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1167 í B-deild Alþingistíðinda. (846)

9. mál, flugmálasjóður Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þetta frv. er samið af Flugfélagi Íslands og flutt að: þess óskum.

Eins og hv. þd. er kunnugt, þá hefir ríkið orðið að verja töluverðu fé á undanförnum árum til þess að styðja þessar flugsamgöngur; sem hér hafa verið hafnar. Og það er augljóst, að eigi að verða framhald á því, þá verður ríkið að hafa töluverðan kostnað af. Virðist þá sjálfsagt, að gerðar verði einhverjar sérstakar ráðstafanir til þess að fá tekjur í því skyni.

Eins og tekið er fram í grg., hefir Flugfélagið átt tal við eigi fáa útgerðarmenn um þetta atriði, sérstaklega þá, sem fást við síldarútgerð. Allmargir þeirra hafa tjáð sig þessu máli fylgjandi. Enda hefði ég ekki borið málið fram, ef ég hefði átt von á einhliða mótstöðu af hálfu þeirra manna, sem hlut eiga að máli.

Ég býst við, að flestir verði sammála um, að flugið muni eiga töluverða framtíð hér á landi, og sé því þess vert að fórna nokkru til þess að geta haldið þeirri starfsemi áfram.

Ég ætla svo ekki að hafa þetta mál lengra. Það getur orkað nokkurs tvímælis, í hvaða n. málið eigi að fara, hvort heldur til fjhn. eða samgnm., eða þá sjútvn. Mér finnst standa næst, að það fari til samgmn. Annars er þetta nokkuð sama. En hér er um að ræða að leggja á nýtt gjald, svo að vel getur komið til mála að setja málið í fjhn.