25.01.1930
Efri deild: 5. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

9. mál, flugmálasjóður Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Út af því, sem hv. þm. Ak. talaði um strandgæzlu í þessu sambandi, vil ég vekja athygli hans á því, hvernig 2. gr. er orðuð, með leyfi hæstv. forseta: „Tekjum sjóðsins skal fyrst og fremst varið til þess að standast kostnað af notkun flugvéla til síldarleitar og til þess að koma skipulagi á samvinnu milli flugvéla og síldarskipa“.

Annars vil ég bæta því við, að það er mjög æskilegt, að n., sem málið fær til meðferðar, hafi tal af formanni Flugfélagsins, sem hefir langmest beitt sér fyrir, þessu máli og er nýkominn úr utanför til að afla sér tilboða. Hann stendur miklu betur að vígi en aðrir að geta lagt á borðið, hver væntanlegar kostnaður verður af þessu öllu saman.