22.02.1930
Neðri deild: 34. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1175 í B-deild Alþingistíðinda. (874)

9. mál, flugmálasjóður Íslands

Fors- og atvmrh (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. þm. Borgf. óskar eftir nánari vitneskju um það, hvaða óskir liggi á bak við þetta frv. og frá hverjum.

Ég get upplýst það, að stjórn Flugfélags Íslands samdi þetta frv. og fór þess á leit við ríkisstj., að hún legði það fyrir Alþingi. Ég setti það sem skilyrði fyrir að leggja frv. þetta fyrir þingið — eins og ég líka tók fram í minni fyrri ræðu —, að fyrir lægju í málinu eindregrar óskir um, að svo yrði gert, frá hlutaðeigandi útgerðarmönnum. Slíkar óskir lagði stj. Flugfélagsins fram í, bréfi til stj. Ég hefi ekki aðstöðu til þess nú að gefa upplýsingar um, frá hvaða útgerðarmönnum og útgerðarfélögum slíkar óskir komu, en skal láta hv. þm. Borgf. þær í té milli 2. og 3. umr. Svo mikið man ég þó, að hér í deildinni eru forstjórar fyrir tveim af þeim útgerðarfélögum, sem óskir komu frá um að þetta yrði gert. Auk þess lýsti stj. Einkasölunnar sig meðmælta málinu.