07.02.1930
Neðri deild: 17. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1179 í B-deild Alþingistíðinda. (891)

18. mál, sala lands undan prestssetrinu Borg á Mýrum

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Það er ekki þörf langrar framsögu í þessu máli. N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. Þó bera tveir nm. fram brtt. við frv., þeir hv. 2. þm. Reykv. og hv. 2. þm. Árn., þar sem þeir leggja til, að hreppnum sé óheimilað að. endurselja landið eða hluta þess. Meiri hl. n. getur ekki fallizt á, að þörf sé að breyta stjfrv. í þessa átt og gera sig þannig að fjárhaldsmanni hreppsnefndarinnar í Borgarneshreppi, og leggur því til, að frv. stj. verði samþ. óbreytt.