07.02.1930
Neðri deild: 17. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1179 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

18. mál, sala lands undan prestssetrinu Borg á Mýrum

Haraldur Guðmundsson:

Það þarf ekki að mæla margt með brtt. á þskj. 61. Það liggur í hlutarins eðli, að það getur ekki verið tilgangur ríkisins með því að selja þorpinu landið, að það verði síðan selt einstökum mönnum. Ég tel því sjálfsagt, að tryggingarskilyrði verði sett fyrir því, að land, sem nú er ríkiseign, geti ekki komizt í brask. Það er gert með þessari till., og því er sjálfsagt að samþ. hana.