16.04.1930
Efri deild: 82. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í C-deild Alþingistíðinda. (997)

26. mál, hafnargerð á Sauðárkróki

Jón Baldvinsson:

Hv. þm. Snæf. þóttist hafa skilið á mínum orðum, að ég gerði það að skilyrði til fylgis við þetta frv., að brtt. verði samþ. Ég held ég hafi hvorki látið skína í þetta í minni ræðu né sagt það, því að ég kom ekki að þessu í minni ræðu. En hv. frsm. 2. minni hl., þm. Ak., hefir gert um þetta yfirlýsingu, sem ég er sammála, sem sé að greiða atkv. með frv. óbreyttum, ef till. eru felldar.

Ég veit ekki, hvort ég á að gera hv. þm. Snæf. þann óleik að taka upp ummæli hans um það, að við værum að vísa málinu í opinn dauðann með því að samþ. þessa till. og senda það til Nd. Þetta, að varpa málinu í faðm flm. þess, kallar hv. þm. Snæf. að vísa því í opinn dauðann. Þá velvild hv. flutningsmanna get ég ekki skilið.