04.03.1931
Efri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í C-deild Alþingistíðinda. (1041)

24. mál, kirkjugarðar

Frsm. (Jón Jónsson):

Það má vel vera, að þörf sé á að athuga betur þessa gr., sem hv. þm. Snæf. minntist a. En með þessu frv. er þó gengið lengra í þessa átt en gert er í núgildandi lögum. Í frv. eru skýr ákvæði, hvað gera skuli í svona tilfellum, þó að það sé ef til vill nokkuð vafningasamt.

Mér finnst alveg rétt, að fornmenjavörður sé látinn athuga svona leifar. Þær geta verið margra alda gamlar, og er því rétt, að hann athugi þær. Ég hygg, að ef röggsamlega er gengið að þessum málum, þurfi ekki langur tími að fara til þess að gera þeim aðvart, sem tekið er fram í frv., að þetta skuli vera tilkynnt.

Ég þarf svo ekki að segja meira að svo stöddu, en hefi ekkert á móti því, að n. athugi þetta til 3. umr.