20.02.1931
Efri deild: 5. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 605 í C-deild Alþingistíðinda. (1051)

28. mál, veiting prestakalla

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Frv. þetta var borið fram hér í hv. d. í fyrra og er því hv. þdm. kunnugt.

Í því er eitt talsvert mikilsvert nýmæli, er það fyrirkomulagsbreyt. á því, hvernig prestar hljóta embætti. Eftir þessu frv. á það ekki að vera eftir beinni kosningu safnaðanna, heldur með einskonar ráðningu. Þetta er atriði, sem ég get búizt við, að þráttað verði um. hér er um að ræða vandamál, sem talsverðum erfiðleikum er bundið að ráða fram úr, og ég get hugað mér, að ef til vill megi finna aðrar leiðir en þá, sem hér er gert ráð fyrir að fara. Skal ég svo ekki fara frekar út í þetta mál nú, en legg til, að frv. verði vísað til allshn.