26.03.1931
Efri deild: 34. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í C-deild Alþingistíðinda. (1064)

23. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Jón Þorláksson:

Þessi brtt., sem hér liggur fyrir, fer aðeins fram á það, að endirnum á 1. gr. verði sleppt. Það er í sjálfu sér ekki hugsanlegt, að í þessu liggi nein efnisbreyt., en mér finnst það þó lýti á frv. að hafa það skylduákvæði, að ljúka ekki byggingunni allri í einu.

Það gæti staðið svo á, að hægt væri að ljúka byggingunni, en ef hentugt þætti að hafa eins og stendur í niðurlagsgr., þá er það hægt, þótt ekki sé getið um það í lögunum.

Þegar ég lít á þetta frv. eftir á sem ákvörðun um bygging þessarar stofnunar, þá finnst mér þetta ákvæði lyti á því, að gera ráð fyrir þeim þrengingum, sem venjulega eru þess valdandi, að byggingar eru teknar til afnota áður en þær eru fullgerðar. Ég vona, að hæstv. dómsmrh. virði þetta eins og það er meint, aðeins tilraun til að nema burt ákvæði, sem mér finnst óþarft og heldur til lýta.