08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í C-deild Alþingistíðinda. (1092)

32. mál, ræktunarsamþykktir

Halldór Stefánsson:

Ég vil gripa tækifærið fyrir hönd okkar flm., til þess að þakka hv. landbn. fyrir goða afgr. þessa máls og góðan skilning á því, hve mjög þetta frv. gæti orðið til þess að flýta fyrir og efla ræktun sveitanna og komið sveitabúskapnum á fjárhagslega traustari grundvöll en nú er.

Að því er snertir brtt. n. eru þær ekki róttækar að neinu leyti, og við munum vel geta sætt okkur við, þótt þær yrðu samþ.

Eins og hv. frsm. gat um, þá er um atkvæðamagn, til þess að hægt sé að setja ræktunarsamþykktir, krafizt nokkurs frekara í frv. en venja er til um heimildir til samþykkta. Samt vill nefndin herða á þessu atriði. Þó að ég telji ekki þörf á að herða á þeim skilyrðum, vil ég ekki gera till. n. að ágreiningsatriði, enda er það eins og réttilega var tekið fram af hv. frsm., ekki hugsun okkar að knýja þessar samþykktir fram, nema almennur vilji sé fyrir því.

Aðrar till. n. skal ég ekki gera að umtalsefni sérstaklega, en endurtek það, að ég get vel fallizt á þær.