19.02.1931
Neðri deild: 4. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í C-deild Alþingistíðinda. (1105)

6. mál, tollalög

Jóhann Jósefsson:

Ég vildi leyfa mér að beina til stjórnarinnar, eða hæstv. fjmrh., þeirri fyrirspurn, hve mikla tollhækkun sé hér um að ræða frá því, sem nú er. Af frv. verður ekkert um það raðið, hve mikil hækkunin er, en það er auðsætt, að hún muni mikil vera. Þess vegna vil ég skora á hæstv. fjmrh. að gefa nú þegar skjót svör um, hve miklu þessi tollhækkun muni nema. (Fjmrh.: Á þm. við verðtollinn?). Ég á bæði við verðtollinn og vörutollinn. Gengisviðaukinn hefir ekki verið fastur fram að þessu. En nú leggur hæstv. stj. til, að hann verði lögfestur, og verð ég að líta svo á, að það sé bein tollhækkun, og hún ekkert smáræði.