04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í C-deild Alþingistíðinda. (1112)

6. mál, tollalög

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum til að sýna fram á, að bandalag er með Framsókn og Íhaldi í skattamálum. Ég get ekki neitað, að mér finnst sambúðin vera svo mjög áberandi, að hneykslun valdi. Faðmlögin voru svo heit, að nefndin flytti að afgreiða frv., þegar minni hl. var ekki við. Í öðru lagi finnst mér undarlegt, að þegar fyrir liggja 2 frv. um breytingu á tolllögum, þá skuli annað frv. vera afgreiði, en hins ekki getið að neinu. Í þessu sambandi vil ég spyrja hv. nefnd, hvort hún vilji veita frv. mínu afgreiðslu. Mér er nauðsyn á að vita þetta, því að fái frv. ekki afgreiðslu, þarf ég að vita það tímanlega, og úr því sem komið er, þó að sjálfsögðu æski ég annars, koma með brtt. við frv. stj. fyrir 3. umr. Ég veit ekki betur en að „æskumanna“ Íhaldsfálögin hér hafi gefið út stefnuskrá og eitt atriði í henni sé að afnema tolla. Samflokksmenn þeirra, sem að þessu frv. standa, eru ekki á því. Tolli á kaffi og sykri er ekki í neinu breytt. Hann mun vera um 100–120% af innkaupsverði. Ég minnist þess að hafa heyrt hv. frsm. segja, að slíkar vörutegundir væru vel fallnar til einkasölu, en því leggur hann það ekki til í stað tollhækkunar? Svo vill hv. frsm. halda því fram, að þessar vörur séu vel fallnar til að leggja á þær tolla, því að þetta séu munaðarvörur. Hann var að burðast við að færa rök fyrir þessu, og skal ég jata, að þess var heldur ekki vanþörf. Íslendingar, segir hann, hafa lifað öldum saman án kaffis og sykurs, þar af leiðandi eru það óþarfavörur: Ég held, að kol og olía hafi verið óþekkt á okkar frægu söguöld; það væri því eftir röksemdafærslu hv. þm. hreinasti óþarfi að flytja slíkt inn í landið. Ég tala nú ekki um mótora, það ætti blátt áfram að banna að flytja þá inn. Ekki notaði Ingólfur Arnarson eða Hjörleifur þá. Að færa slík rök sem þessi er að misbjóða virðingu þingsins. Það má eins vel leita til steinaldarinnar, eða enn lengra aftur í tímann. Það verður að lita á þann tíma, sem við lifum á. Ekki er allt óþarfi, sem ekki er bráðnauðsynlegt til að halda í mönnum lífinu. Það, sem hv. þm. telur óþarfa, er það sem veldur því, að mennirnir eru menn en ekki skepnur. Í því liggur menningin, að hagur manna batnar, kröfurnar verða stærri og fleiri. Hv. frsm. sagði, að læknum væri áhyggjuefni, hve mikið flyttist af sykri inn í landið, 3839 kg á mann. 1908, þegar hér var rætt um sykurtollinn, man ég ekki betur, en að 2 læknar, Guðm. Björnson, núverandi landlæknir og annar læknir til, stæðu upp og andmæltu sykurtollinum, því að sykur væri hrein og bein nauðsynjavara. Og sykur er ótvírætt nauðsynlegur öllum og sérstaklega fólki, sem lifir við fábreytt mataræði, en síður því, sem getur veitt sér fjölbreyttari mat. En nú má náttúrlega fá sykur úr öðrum efnum. (HStef: Ekki er það ódýrara). Ég efast um, að þar fari hv. þm. með rétt mal. Hv. þm. sagði, að lítt væri takandi mark á hjali mínu, þar sem ég vildi hafa 10 aura sykurtoll og 40 aura kaffitoll. Ég flutti frv. mitt sem lítið spor í rétta átt, helt, að ef til vill væri hægt að fá þessa litlu lækkun. En ef ég flytti till. um lækkun niður í 1%, væri engin von til þess að fá meiri hl. í d. til þess að samþykkja það. Það er svo að skilja hjá hv. frsm. öðru hvoru, að tollar séu skammarlega háir. Ef hv. frsm. vill gera bandalag við mig um að lækka tolla, þá skal ég taka frv. mitt aftur. Ég verð að segja það, að þótt ekki sé um mikla upphæð að ræða, það munar um minna en að fá 230 þús. kr. lækkun. Í brtt. mínum er farið fram á lækkun, sem alls nemur 2 millj. Ég skal svo ekki orðlengja þetta meira. En ég vildi mælast til, að þessu frv. væri slátrað frá 3. umr. Vænti ég þess, að hv. frsm. láti þess getið, hvort nefndin hyggst að afgreiða mitt frv. eða ekki. Ég þarf að vita það strax.