04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í C-deild Alþingistíðinda. (1120)

6. mál, tollalög

Magnús Guðmundsson:

Hv. þm. Ísaf. sagði, að alstaðar hefðu þm. jafnaðarmanna komið á tekju- og eignarskatti. En rétt áður var hann búinn að segja, að hvergi hefðu þeir komizt í meiri hluta svo að þeir gætu komið málum sínum fram. Tekju- og eignarskattur á sér miklu lengri sögu. Það var ég, sem hér á landi flutti fyrst frv. um hann 1921, og þá fyrst var sá skattur lögleiddur hér. Þó að ég sé vinur hans að vissu marki, sé ég þá galla, sem honum fylgja; hann má ekki ná nema vissu hámarki.

Hv. þm. hélt, að bændur mundu ekki flýja, þó að 80 aura skattur væri lagður á hverjar 100 kr. jarðarverðs. Ég sagði aðeins, að hvaða marki sá skattur leiddi, og það er eins gott að koma í veg fyrir það strax eins og síðar. — Sé ég svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um málið.