11.03.1931
Neðri deild: 21. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í C-deild Alþingistíðinda. (1172)

8. mál, vitagjald

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það eru aðeins örfá orð. Hv. þm. Borgf. getur ekki fallizt á það, að réttara væri og betur viðeigandi að láta umr. um þetta ágreiningsatriði fara fram í sambandi við frv. um stj. vitamálanna, sem væntanlega kemur fram innan skamms. En ég skal einungis láta hv. þm. Borgf. vita það, að ég stend ekki einn um þessa skoðun. Þeir mörgu sérfróðu menn, sem um þetta mál hafa fjallað að undirlagi ríkisstj., eru allir á þessu máli, og skal ég þar nefna fulltrúa frá Eimskipafélaginu, fulltrúa frá Skipstjórafélagi, forseta Fiskifélagsins og útgerðarstjóra ríkisins og fleiri. Þetta eru menn, sem ætlandi er, að beri nokkurt skyn á þessa hluti. Ég þykist því ekki standa berskjaldaður í þessu máli.

Ég þarf nú ekki að hafa þessi orð fleiri, en úr því að ég er staðinn upp, vil ég henda á eitt atriði í ræðu hv. þm. Borgf., sem kom mér kynlega fyrir sjónir. Hann var að tala um, að það væri hættuleg stefna hjá landsstj., að verja ekki nema hluta af vitagjöldunum til þeirra hluta, sem sjútvn. ætlast nú til, heldur haldið sér við ákvæði fjárlaga. Hingað til hafa þeir fremur talað á hinn veginn, andstæðingarnir, og vítt þessa stj. fyrir að hafa ekki haldið sér nægilega við fjárlögin. En nú bregður svo við, að stj. fær ákúrur fyrir að hafa ekki farið út fyrir heimild fjárlaganna í þessum efnum. Hv. þm. Borgf. ásakar stj. fyrir það, að hafa ekki varið meiru til vitamala heldur en fjárlög leyfðu. hér er hv. þm. í algerðri mótsögn við sjálfan sig og flokksbræður sína. Auk þess nefndi hv. þm. Borgf. ekki nema part af því, sem varið hefir verið til þessara lauta undanfarið, því hann sleppti því alveg, að árið 1929 og 1930 hefir verið varið stórfé til sjómælinga.

Ég sé svo ekki ástæðu til að teygja umr. um þetta mál, en vil einungis ítreka þá skoðun mína og skírskota til álits hinna sérfróðu manna, sem ég hefi nefnt, um það, að þetta ákvæði, sem sjútvn. vill láta setja inn í þetta frv., á ekki þar heima, heldur í frv. um stjórn og rekstur vitamalanna, og eru því umr. þessar að miklu leyti óþarfar.