25.03.1931
Neðri deild: 33. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1040 í C-deild Alþingistíðinda. (1248)

173. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Sigurður Eggerz:

Ég er sannfærður um það, að auðvelt var að hindra stöðvun bankans. Þá hefði hann nú notið þess lánstraust erlendis, sem mestu skipti fyrir rekstur hans, og þá hefði mátt forðast hin miklu lánstraustsspjöll fyrir þjóðina. Þótt nú hafi komið mikið fé bak við Útvegsbankann er hann búinn að tapa svo miklu fé fyrir lánstraustsspjöllin og fyrir viðskiptavinatöpin, að hann verður að fá hjálp.