25.03.1931
Neðri deild: 33. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1040 í C-deild Alþingistíðinda. (1249)

173. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Magnús Jónsson:

Ég vildi skjóta til fjhn., að hún leyfi bankaráði Landsbankans að segja sitt álit, sérstaklega um ríkisábyrgðina í 4. gr. frv., áður en það er afgr. Á sínum tíma var bankaráðið spurt um svipað atriði í lögum Búnaðarbankans, og lét í ljós það álit, að það væri skaðlaust fyrir Landsbankann. Mér þykir líklegt, að bankaráðið muni gefa svipað svar nú, en rétt er að leita umsagnar þess.