14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

77. mál, fiskimat

Sveinn Ólafsson:

Af því mér er það áhugamál, að frv. þetta verði athugað vel og að hvergi verði rasað fyrir ráð fram, vil ég fallast á það, að málið verði tekið út af dagskrá til fyllri athugunar. Ég vil gjarnan heyra till. hv. 2. þm. G.-K. Ég veit, að hann er kunnugri þessum málum en flestir aðrir, og vil ég því hlýða á till. hans um þau. Og ef hann hefir eitthvað nýtt um þetta að segja, sem reyndar hefir enn ekki komið í ljós, þá er rétt að taka það til athugunar. Legg ég því til, að umr. verði frestað.