25.03.1931
Neðri deild: 33. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1066 í C-deild Alþingistíðinda. (1291)

173. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Ólafur Thors:

Ég hygg, að þessi fréttaburðarmaður hv. þm. Ísaf. hafi ekki verið alveg öruggur. En það var alveg rétt, að ég tók fram í fyrir hv. þm. með þessum orðum, sem hann nefndi. Hv. þm. var eitthvað að bölsótast yfir fæðingu þessarar stofnunar, sem hann er núi orðinn starfmaður hjá, og greip þá hv. l. þm. Skagf. fram í fyrir honum og spurði, hvernig hv. þm. gæti fengið af sér að vera stafsmaður hjá slíkri stofnun. Það stóð nú eitthvað á svari og greip ég þá inn í ræðu hans og sagði „Þjófurinn þrífst, en þjófsnauturinn ekki“. Með því átti ég við, að hv. þm. teldi, að sér gæti farnast vel í hálaunavellystingum hjá bankanum, enda þótt stofnuninni vegnaði ekki vel.

Ég hélt, að hv. þm. hefði aðeins svarað eins og hann gerði af því, að hann var reiður, enda sagði hann það við mig í votta viðurvist. En vilji hv. þm., að ég taki orð hans bókstaflega, vil ég biðja hann að endurtaka þau utan þings.