10.04.1931
Neðri deild: 43. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í C-deild Alþingistíðinda. (1328)

32. mál, ræktunarsamþykktir

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Ég get tekið undir það með aðalflm. þessa frv., að ég fæ ekki séð, að 14. gr. frv. brjóti í bág við stjskr., þar sem þar er ekki um neitt eignarnám að ræða, heldur aðeins lagðar vissar kvaðir á landeigendur til ræktunarframkvæmda, en þó þannig, að þeir fá fulla vexti af því, sem þeir leggja fram í þessu skyni. — Ég get fallizt á, að þær aths., sem hv. þm. Borgf. gerði viðvíkjandi gjafajörðum, muni vera réttar, og óska þess því, að málið verði tekið út af dagskrá, svo að landbn. gefist tækifæri til að taka þetta til athugunar.