11.04.1931
Efri deild: 44. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

77. mál, fiskimat

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið frá Nd. og var samþ. þar án ágreinings. Það er ofur einfalt og innheldur ekki annað en það að heimila ríkisstj. að fyrirskipa, að allur útfluttur fiskur til Miðjarðarhafslandanna sé bundinn í bagga og í merktum umbúðum. Þetta er ekki annað en lögfesting á því, sem venja hefir verið undanfarin ár. Allshn. telur sjálfsagt að veita þessa heimild og leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.