13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í C-deild Alþingistíðinda. (1466)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil geta þess, að ég tel það alveg víst, að enginn af framsóknarþm. eigi atkv. frá jafnaðarmönnum að þakka kosningu sína. Ég held, að það hafi hvergi riðið baggamuninn, að fleiri jafnaðarmenn hafi greitt atkv. með framsóknarmönnum en sjálfstæðismönnum. Aftur á móti er það vitanlegt, að 2 af 5 þm. jafnaðarmanna hafa flotið á atkv. framsóknarmanna inn í þingið.