28.02.1931
Neðri deild: 12. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í C-deild Alþingistíðinda. (1486)

54. mál, ábúðarlög

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Ég hafði ekki búizt við miklum umr. um þetta mál nú við 1. umr. Það hefir tvisvar legið fyrir þinginu áður, og í bæði skiptin allmikið rætt, en þó sérstaklega í fyrra skiptið, og ætla ég að þá hafi flest það komið fram, sem menn höfðu helzt við frv. að athuga. Um þær umr., sem hér hafa farið fram í dag um þetta mál, er það að segja, að þær hafa lítt eða ekki gefið tilefni til andsvara. Það er ekki óvenjulegt, að þingmál taki breytingum í meðferð þingsins, en í þessu máli er ekki um slíkt að ræða, því þingið undanfarið hefir ekki tekið fastari tökum á málinu en svo, að engar breyt. hafa komið fram af hálfu þm. Þess vegna var það ekki gott fyrir okkur flm. að orða breyt., sem aldrei hafa komið fram, og var ekki nema um tvennt að velja fyrir okkur, annaðhvort að flytja frv. alls ekki, eða þá að flytja það í þeim búningi, sem við höfðum upphaflega flutt það í og sem við álítum eftir atvikum réttastan. Þann kostinn höfum við nú valið að þessu sinni, og kemur nú til kasta hv. d., hvort hún ætlar að svæfa málið nú sem í hin fyrri skiptin, þinginu til smánar og þjóðinni til ófarnaðar.

Það virðist sem hv. þm. greini allmjög á um bað, hversu mikil nauðsyn er á nýrri lagasetning um þetta efni. Tveir hv. þm., sem um málið hafa talað, hafa talið þörfina ekki ríkari en svo, að ekki væri eyðandi tíma þingsins til undirbúnings lagasetningar um ábúð jarða. Á hinn bóginn hafa tveir hv. þdm., þeir hv. 1. þm. Skagf. og hv. þm. Dal., tekið það skýrt og afdráttarlaust fram, að hér væri um stórmál að ræða, sem ekki þyldi frekari bið, þar eð hin mesta nauðsyn væri umbóta á núgildandi ábúðarlöggjöf. Þetta skýtur nú töluvert skökku við, og vissulega eru þau langt um sönnu nær ummæli þeirra tveggja merku þm., er ég gat um síðar. Og mér þykir það sæta hinni mestu furðu, og ganga jafnvel óhæfu næst, er þingbændur verða fyrstir til þess að kasta rýrð á þetta mál og telja það lítilsvert. Hvað sem líður frv. þessu, þá ætti það þó að vera áhugamál bændanna fyrst og fremst að fá nýja og hagkvæmari löggjöf um þetta efni. Mér er því næsta torskilið þetta framferði mannanna. Ekkert mál liggur fyrir þessu þingi, er varðar meiru afkomu sveitanna í heild. Og í engri grein er atvinnulög gjöf okkar Íslendinga eins gersamlega úrelt og óviðunandi sein í ábúðarmálunum. Nær helmingur allra býla landsins eru í leiguábúð. Nær helmingur hinnar íslenzku bændastéttar eru leiguliðar. Nú vita það allir, hversu mjög er hallað rétti leiguliða í núgildandi ábúðarlöggjöf frá 1884, hversu réttur þeirra er gersamlega fyrir borð borinn í nálega öllum at riðum, sem nokkru máli skipta. Ég vil ekki að óreyndu ætla, að hv. þm. vilji, að leiguliðar séu um aldir alda sviptir öllum rétti svo rækilega sem núgildandi löggjöf mælir fyrir, og að ekki megi hrófla við lögunum fyrir þá sök. Ég hélt satt að segja, að þótt sitthvað megi að þessu frv. finna í einstökum atriðum, þá myndu þm. ekki fyrir þá sök gleyma nauðsyninni á nýrri lagasetningu í þess um efnum og leggja árar í bát um það, að ráða bót á því, sem miður fer í þess um greinum.

Hv. þm. Dal. vék nokkuð að því, að frv. þetta bryti í bága við ákvæði stjskr. um friðhelgi eignarréttarins. Áður hefir verið rætt um þetta hér í deildinni, og ætla ég, að svo rækilega hafi verið frá því gengið þá og svo rækilega kveðið niður, að vart gerist þörf að fjölyrða um það nú. Röksemdafærsla hv. þm. Dal. er einskis virði. Einskis er krafizt af landeigendum umfram það, sem sjálfs eignarbændur verða að uppfylla, nefni lega að jörðu fylgi nauðsynleg hús. Þessa skyldu verða leiguliðar og sjálfseignar bændur að uppfylla samkv. gildandi lög um og venjum, og hvað er þá eðlilegra en að landeigendur, er leigja jarðir, verði að gera það einnig, svo sem gert er ráð fyrir í þessu frv.? Reynslan hefir sannað það, að orsakir þess, hversu illa er byggt á leigujörðum, liggja fyrst og fremst í ranglæti löggjafarinnar um þessa hluti. Réttur leiguliðans er svo illa tryggður að lögum, að leiguliðinn skirrist við að gera umbætur á jörð eða húsabætur, vegna þess að réttur hans og eign verður að engu, ef hann víkur af jörðinni. Það sætir furðu mikilli, að menn skuli reyna að mæla þessu fyrirkomulagi bót, því auk hinnar praktísku hliðar, sem ég hefi drepið á, þá mæla hinar sögulegu forsendur málsins þessu í gegn. Frá upphafi byggðar landsins hafa það verið lög í þessu landi, að landsdrottinn legði til hús á leigujörð. Konungur verður fyrstur til þess að rjúfa þessa skyldu, þvert á móti lögum landsins og venjum, og hann rýfur einnig viðhaldsskyldu á jarðarhúsum í trássi við landslög. Með ábúðarlögun um 1884 er þetta fyrirkomulag lögfest í landinu; viðhaldsskyldunni er þokað yfir á herðar leiguliða. Árangurinn af þessari breyt. hefir átakanlega komið í ljós um allar byggðir landsins, enda er hús næði svo háttað víða, að hinn mesti háski stafar af fyrir heilsu manna og velfarnað. Á hinn bóginn má það vel vera, að landeigendum yrði í einstöku tilfellum erfitt um að uppfylla þær skyldur, sem þetta frv. leggur þeim á herðar um húsakost og viðhald húsa. En þess ber að gæta, að slíkt er ekkert eins dæmi, enda hygg ég að þess finnist ærið mörg dæmi, því miður, að bændur verði að yfirgefa jarðir sínar vegna fjárhagsörðugleika. Þar er enginn kominn til þess að hlaupa undir bagga, þegar vandræðin steðja að, enda eru það örlög margra að víkja af eignum sínum og óðulum nauðugir viljugir. En þótt landeigendur séu skyldaðir til þess að sjá jörðum þeim fyrir húsum, er þeir leigja út, þá er það ekki meira en þeir verða að rækja, er búa sjálfir á eignarjörðum sínum. Fjárhagsörðugleikar sækja landsdrottna heim sem leiguliða, en það er engin ástæða til að ætla, að þeir komi harðara niður á þeim, og því síður er ástæða til þess að ívilna þeim að lögum fram yfir leiguliðana, svo sem núgildandi ábúðarlög gera.

Um það, að önnur atriði þessa frv. brjóti í bága við stjskr., ætla ég ekki að ræða við hv. þm. Dal. að þessu sinni. Því hefir áður verið mótmælt hér í deildinni, og þau mótmæli standa enn óhrakin. Þarf ég því ekki að endurtaka þau nú. Og hv. þm. Dal. má leggjast djúpt, ef hann ætlar að færa rök fyrir öðru eins og því, að þetta frv. brjóti friðhelgi eignarréttarins. Og hann má líka vera alveg viss um það, að forfeður okkar fram til 1884 hafa ekki síður en við nútímamenn kunnað að meta friðhelgi eignarréttarins, og þó höfðu þeir bæði í lögum og fram kvæmd samskonar ákvæði um húsa skyldu landsdrottins sem farið er fram á að lögfesta með þessu frv.

Ég hefi ekki til þessa og mun heldur ekki enn ganga fyrir hvers manns dyr hér á Alþingi til þess að fá þá til fylgis við þetta frv. Ég tel það ekki sæmilegt málsins vegna að fara í liðsbón til hv. þm.; það verður hver og einn að leggja það niður fyrir sér sjálfur, hvort hann ætlar að styðja þetta mál eða ekki. En á hinn bóginn stendur mér vitaskuld ekki á sama um afdrif málsins og ég vil vænta þess, að sómatilfinning þm. sé ríkari en svo, að þeir telji sæmilegt að af greiða málið á þá lund, sem raun hefir orðið á undanfarið. Meðferð Alþingis undanfarið á þessu máli er því vægast sagt til lítils sóma, og þeir hv. þm., sem brugðið hafa fæti fyrir hinar beztu til lögur í þessu máli hér á þingi, þeir eru sízt öfundsverðir. Vera má, að enn séu nokkrir meðal þm., sem kunna að hafa nokkurn hug á því að leika þann leik enn einu sinni, en þó vil ég að óreyndu ekki trúa öðru en gifta þingsins verði meiri en svo, að þvílíkar tilraunir beri árangur. Þetta land á eftir að byggjast lengi, og ég vona, að sveitir þess eigi eftir að standa í meiri blóma ræktunar og menningar en enn er orðið. Ég þykist ekki þurfa að brýna það fyrir hv. þm., hve hagur og velfarnað sveitanna er mikið kominn undir því, hversu vel tekst að skipa þessum málum í framtíðinni. Ég mun fyrir mitt leyti ekki skjóta mér undan þátttöku í þeim till., sem hér liggja fyrir, og ég er alveg sannfærður um það, að ef þær verða afgr. í svipuðu formi, þá eru þær til stórkostlegra hagsbóta hin um íslenzka landbúnaði. Hitt má vel vera, að þær snerti nokkuð hagsmuni þeirra einstakra manna, sem eiga jarðir til þess að spekulera með þær, eða eiga þær „upp á sport“ eða sér til gamans, og ég skal viðurkenna það, að með þessu frv. var alls ekki ætlazt til að gera þessum mönnum léttara undir fæti á einn eða annan hátt til þess að braska með jarðirnar, á búendunum til hnekkis, jörðunum sjálf um til niðurníðslu, og þeim sjálfum sízt til sóma. Ég tel það lítinn skaða, þótt reynt sé að stemma stigu fyrir þvílíku, og hefði það gjarnan mátt vera nokkru fyrr.

Það hefir verið vikið að því, að nefndinni hafi yfirsézt í því, að tryggja ekki betur ábúðartúna leiguliða en gert er í frv. Einkum var það hv. þm. Barð., sem gerði þetta sérstaklega að umtalsefni, og kann ég honum þakkir fyrir það. Ég get viðurkennt, að ég var og er fús til þess að ganga betur frá þessu; ég vildi setja lág marksákvæði um ábúðartíma, eða helzt erfðaábúð, en meðnm. mínir vildu ekki fallast á það. Það er auðvitað, að einstakir nm. verða að semja till. sínar hver eftir öðrum, og þess vegna eru ávallt nokkur einstök atriði í heildartill. nefndarinnar, sem einstakir nm. hefðu fremur kosið á annan veg. En annars er opin leið til þess að flytja brtt. um þau atriði, ef hv. þm. þykir betur fara. Í þessu frv. er gert ráð fyrir því, að jarðir séu byggðar til lífstíðar, nema landeiganda er heimilað að taka þær úr ábúð handa sér eða börnum sínum. Lengra verður ekki gengið í þá átt að tryggja ábúðartíma leiguliða, því að eigandi verður að geta tekið eign sína til eigin nota eða barna sinna, er hann þarf. Hinsvegar finnst mér vel mætti á kveða, að jarðir skyldu byggjast til minnst 8–10 ára.

Hv. þm. Dal. þótti undarleg ákvæði 44. gr. frv. En þegar þess er gætt, að jafnan er örðugt eða jafnvel ekki unnt að selja jörð, sem gera má ráð fyrir að verði í fastri ábúð áratugi, þá er óhjákvæmilegt og enda sanngjarnt að opna landeiganda. Þennan möguleika til þess að geta selt eign sína ef hann þarf, enda er hér gætt fullrar sanngirni gagnvart leiguliða, þar sem honum er tryggður gjaldfrestur og kaupverð miðað við fasteignamat, sem gera má ráð fyrir, að fari bráðlega að nálgast sannvirði jarðanna. Það er ekki hægt að mæla leiguliða undan þessari skyldu, þótt að öðru leyti sé sjálfsagt að tryggja hag þeirra og rétt sem allra bezt. Hv. þm. Dal. hélt því einnig fram, að eignir landeiganda myndu rýrna í verði, ef ábúð leigujarða yrði svo háttað sem þetta frv. mælir fyrir. Þetta hefir við engin rök að styðjast, því að það er ekki síður hagur landsdrottins, að jörð sé vel setin. Það er alkunnugt, að jarðir, sem eru í valtri leiguábúð um lengri tíma, eru yfir leitt niðurníddar, og þess eru mörg dæmi, að slíkar jarðir byggjast illa eða alls ekki fyrir þær sakir. Sérstaklega er þetta á berandi, eftir að ríkið er farið að leggja fram fé til að lyfta undir jarða- og húsabætur. Ætla ég, að réttur landeiganda sé betur tryggður með þessu frv. en áður hefir verið.

Hér hefir verið á undan frv., sem ekki er þessu óskylt, mál, sem mér þótti vænt um og gengið er til nefndar, en ég ætla, að það snerti eignarréttinn nokkru frekar en þetta frv., og mig undrar, að hv. þm. Dal., sem nú er svo árvakur að gæta stjskr. og eignarréttarins, skuli ekki hafa komið auga á það. Ég held ég verði að benda honum á, að það kemur stjskr. dálítið nær en þetta frv. hér, þótt ég sé annars þeirrar skoðunar, að það sé ekki hættulegt. (SE: Hvaða frv.?). Það er frv. um ræktunarsamþykktir.