13.03.1931
Neðri deild: 23. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í B-deild Alþingistíðinda. (149)

79. mál, lögtak og fjárnám

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Ég álít það sjálfsagt, að n. verði við þessari ósk hv. þm. N.-Ísf. Þó held ég, að það sé tæplega nauðsynlegt að hafa frestinn lengri en eina viku. Með auglýsingu eða birtingu er farið að eins og venja er til um birtingar á hverjum stað, og eftir till. n. verður reglan sú, að aldrei má gera lögtak hjá neinum fyrr en viku eftir að hann hefir fengið um það að vita, að lögtak á að fara fram. Annars er sjálfsagt að athuga þetta betur við 3. umr.